fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Kane ætlar að biðja Levy um að íhuga tilboð – Man Utd fylgist með stöðunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 12:07

Harry Kane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, framherji Tottenham, ætlar að spyrja Daniel Levy, framkvæmdastjóra félagsins, um að íhuga tilboð í sig í sumar. Manchester United hefur áhuga en óvíst er hvort nokkurt lið hafi efni á honum í sumar. The Sun greinir frá.

Framtíð Kane hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann er talinn vera þreyttur á því að vinna enga titla með Tottenham. Liðið tapaði úrslitaleik deildabikarsins í lok síðasta mánaðar. Þá er ekki útlit fyrir það að félagið nái Meistaradeildarsæti, annað tímabilið í röð. Meistaradeildarfótbolti ku hafa verið algjört lágmark til þess halda Kane ánægðum hjá Tottenham.

Talið er að Kane muni ekki formlega fara fram á sölu í sumar en hann mun þó biðja Levy um að íhuga stór tilboð. Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og liggur þeim því ekki á að selja hann. Félagið er sagt vera tilbúið að hleypa honum til annars félags eftir ár ef gengi Tottenham hefur ekki lagast.

Levy vill fá um 175 milljónir punda fyrir Kane. Það er nánast ómögulegt fyrir nokkurt lið að punga út þeirri upphæð í sumar vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Manchester United er talið vera að íhuga tilboð upp á 90 milljónir punda.

Það gæti því farið svo að Tottenham bíði einfaldega í eitt ár. Félagið gæti jafnvel fengið meira fyrir hann næsta sumar, þegar fjárhagsstaða stærstu félaganna verður betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt