John Barnes goðsögn í sögu Liverpool segir að Jadon Sancho gæti þurft að verma varamannabekkinn ef hann kjósi að ganga í raðir Liverpool í sumar.
Sancho fer að öllum líkindum frá Dortmund í sumar en þýska liðið er tilbúið að selja Sancho fyrir 80 milljónir punda í sumar.
„Ég held að Manchester United og Liverpool henti Sancho, Manchester City spilar öðruvísi fótbolta en hann er vanur,“ sagði Barnes um stöðu mála.
„Hann verður að skoða liðið vel og vandlega, hann þarf að skoða leikmennina sem hann spilar með reglulega.“
„Ef Liverpool heldur öllum sínum leikmönnum þá þarf hann líklega að setjast á bekkinn ef Mane, Firmino og Salah eru allir klárir. Liverpool þarf hann kannski.“
„Hvaða skref Sancho ákveður að taka kemur í ljós en hann þarf að vanda val sitt.“