fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Viðar í hópi fjársterkra manna sem fjármögnuðu kaupin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 15:30

Viðar Örn Kjartansson. Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Vålerenga í Noregi lagði til fjármuni svo að uppeldisfélagið hans, Selfoss gæti samið við enska framherjann Gary Martin. Frá þessu er greint á Vísir.is.

Selfoss samdi við Gary Martin fyrir viku síðan eftir að ÍBV hafði rekið hann burt eftir agabrot. Fjársterkir aðilar á Selfossi söfnuðu saman fjármunum svo Selfoss gæti samið við Gary Martin.

„Landsliðsmaðurinn og Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er einn þeirra sem sáu til þess að Selfoss yrði næsti áfangastaður Martins,“ segir í frétt á Vísir.is en þar kemur fram að 6-8 aðilar hafi komið með fjármuni inn í verkefnið.

Selfoss samdi við Gary Martin út tímabilið 2022 en hann hefur verið einn allra besti framherji íslenska fótboltans síðustu árin. Gary hefur spilað með ÍA, KR, Víkingi, Val og síðast ÍBV.

Fyrsti leikur hans fyrir Selfoss verður á morgun gegn Vestra í Lengjudeildinni. „Það voru allir mjög jákvæðir að bæta aðeins í og hjálpa til út af þessu. Það sýnir samstöðuna í bæjarfélaginu og hjá okkar stuðningsmönnum, sem eru tilbúnir að koma að borðinu þegar þess þarf. Við gefum hins vegar ekkert upp hverjir það eru,“ sagði Jón S. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er Jordan Henderson að snúa aftur heim?

Er Jordan Henderson að snúa aftur heim?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta