Gareth Bale kantmaður Tottenham er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinin sem skorar flest mörk ef miðað er við spilaðar mínútur.
Bale hefur spilað 727 mínútur í ensku úrvalsdeildin á þessu tímabili en hann skorar mark á 80 mínútna fresti.
Bale hefur skorað níu deildarmörk á þessu tímabili en þrjú af þeim komu í síðasta leik liðsins gegn Sheffield United.
Bale fékk ansi fá tækifæri undir stjórn Jose Mourinho en Ryan Mason virðist ætla að gefa honum traustið.
Kelechi Iheanacho og Jesse Lingard sem slegið hafa í gegn síðustu vikur koma á eftir Bale yfir þá menn sem hafa skorað hvað mest miðað við spilaðar mínútur.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.