fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Rakst á Rúnar í dag eftir óvænta uppsögn hans – „Þetta er kleinuhringja stjórnun í Garðabænum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 11:20

Kóngurinn í Garðabæ og Rúnar Páll. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson fyrrum varnarmaður í Stjörnunni er gestur í Dr. Football hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar í dag. Þar ræddi hann mjög svo óvænt uppsögn í Garðabænum á miðvikudag, Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari liðsins sagði þá upp störfum eftir átta ár í starfi.

Það er gangur lífsins að þjálfarar séu reknir eða segi upp starfi sínu en tímasetningin á uppsögn Rúnars vekur verulega athygli. Stjarnan hafði spilað einn leik í efstu deild karla, liðið gerði þá markalaust jafntefli við Leikni. Rúnar lætur ekki ná í sig til að útskýra málið og stjórn Stjörnunnar segir lítið.

„Fullt af hlutum, ég held að stjórnarmenn og Rúnar hafi ekki verið að róa í sömu átt. Hann hefur verið einvaldur í átta ár, stýrt öllu sem hann vill stýra, hann tekur ákvarðanirnar. Ég er ekki viss um að hann og Helgi Hranarr Jónsson (Formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar) séu að virka mjög vel saman, þetta er kleinuhringja stjórnun í Garðabænum og hefur verið síðustu ár. Þeir sem eru í stjórn þarna hafa aldrei getað neitt í fótbolta og vita held ég ekki út á hvað þetta gengur, það eru margir sófasérfræðingar,“ sagði Lúðvík í Dr. Football þættinum í dag.

Sölvi Snær Guðbjargarson ungur kantmaður verður samningslaus í haust en Breiðablik hefur boðið honum samning fyrir næstu leiktíð. Málið hafði farið illa í Rúnar Pál sem blés af æfingaleik rétt fyrir mót við Breiðablik, vegna málsins. Lúðvík telur að það mál hafi haft áhrif á ákvörðun Rúnars.

„Leikmannakaup og svo þetta mál með Sölva alveg sennilega. Ég held að það sé kornið sem fyllti mælirinn, það segir sagan að það eigi ekki að spila á leikmönnum sem eru með langtímasamning. Hann setur hann inn gegn Leikni, það fer í taugarnar á stjórnarmönnum. Það er bara þannig að Rúnar eða sá sem er þjálfari á að stýra þessu 100 prósent, stjórnarmenn eiga ekki að skipta sér af. Þetta er einn af mörgum hlutum,“ sagði Lúðvík.

Lúðvík telur einnig að leikmannakaup félagsins hafi ekki verið góð.

„Við vorum að fá einhvern Dana, hann er fremstur á miðju gegn Leikni og er hægri bakvörður. Meira grínið, hann gat ekki neitt. Bretinn samkvæmt mínum heimildarmönnum getur minna en ekki neitt. Það vantar framherja, ég held að stjórnarmenn og Rúnar Páll séu með sitthvora sýnina á þetta.“

Lúðvík rakst á Rúnar Pál í morgun og það var létt yfir honum. „Mér fannst létt yfir honum, ég held að undanfarna mánuði hafi Rúnar ekki verið ánægður í vinnunni. Þegar þú ert ekki glaður í vinnunni þá er best að einhver yfirgefi skútuna. Ég held að það hafi ekki ríkt traust á milli Rúnars og stjórnar,“ sagði Lúðvík um málið.

Lúðvík hefur ekki mikla trú á Þorvaldi Örlygssyni sem tekur nú einn við liðinu. „Ég hef enga trú á Þorvaldi, ég vona að það séu breytingar. Við þurfum að vinna Keflavík á sunnudag,“ sagði Lúðvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er Jordan Henderson að snúa aftur heim?

Er Jordan Henderson að snúa aftur heim?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta