fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Fastir pennarSport

Aumingjakynslóðin á Íslandi eða hefur þetta alltaf verið svona?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistll:

„C´mon. Alltof margir ungir fótboltamenn fara út af við minnsta högg, það er svo auðvelt að vera meiddur á Íslandi ef þú ert meiddur þá þarftu ekki að taka neina ábyrgð. Þú sérð þetta í skólakerfinu, þú sérð þetta á vinnustöðum. Ég skil alveg að þetta er kölluð Cocoa Puffs kynslóðin, þetta er alltaf grenjandi,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í fyrradag og fékk hann á baukinn frá nokkrum.

Kannski hefur það verið þannig alla tíð að kynslóðin á undan telur að kynslóðin á eftir sér séu hálfgerðir aumingjar. Hins vegar er „áhugavert“ að sjá hversu margir ungir knattspyrnumenn gefast upp í atvinnumennsku á mettíma. Nýjasta dæmið er Finnur Tómas Pálmason sem mættur er aftur í KR.

Finnur yfirgaf KR í janúar, flutti til Svíþjóðar og samdi við Norrköping þar í landi. Nú fjórum mánuðum síðar hefur hann kastað inn handklæðinu í billi og verður á Íslandi í sumar. Ágúst Eðvald Hlynsson var seldur frá Víkingi síðasta haust en úthaldið var ekki mikið í Danmörku og mætti hann heim í apríl á láni til FH.

Þetta er nýjustu dæmin en ekki þau einu, alltof margir knattspyrnumenn sem fá tækifæri erlendis gefast upp við minnsta mótlæti og snúa aftur heim til mömmu og pabba. Það að slá í gegn í atvinnumennsku getur tekið tíma, spyrjið bara Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson og fleiri.

Gylfi Þór var ekki að fá tækifæri hjá Reading þegar hann taldi sig eiga það skilið, hann skellti sér í neðri deildirnar þar í landi til að sanna sig og tækifærið kom á endanum, smá þolinmæði og Gylfi lagði meira á sig en flestir. Hann hefur heldur betur náð að uppskera.

Oft hefur maður á tilfinningunni að ungir drengir í dag séu ekki tilbúnir í mótlæti, þeir alast upp í bómull á Íslandi og það að þurfa að hafa fyrir hlutunum reynist þeim of erfitt.

Auðvitað eru það ekki allir, Jökull Andrésson spilar nú í neðri deildum Englands. Hann er til í að gera allt þess að ná í gegn sem atvinnumaður og Patrik Sigurður Gunnarsson flakkar um á láni í Danmörku, hann hefur slegið í gegn og fær líklega stórt tækifæri á næstu árum. Það að ná í gegn í atvinnumennsku þar sem allir ungir drengir vilja vera er eitthvað sem þarf að hafa fyrir.

Það er leiðinlegt að sjá of marga unga íslenska drengi gefast upp á nokkrum mánuðum eða ári og vonandi verður hugarfarsbreyting innan tíðar, þar sem menn gefa þessu aðeins meiri tíma en bara fjóra mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“