fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

„Við höfum verið stórkostlegir á tímabilinu“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur gegn PSG. Samanlagt sigraði City einvígið 4-1. Kyle Walker var kampakátur með sigurinn og sætið í úrslitaleiknum:

„Fyrir strák frá Sheffield þá er þetta það sem mann dreymir um. Nú er þetta búið að rætast, ég er svo glaður,“ sagði Kyle Walker við BT sport.

„Gegn svona góðum leikmönnum þurfa allir að standa sig, John, Ruben og Alex voru frábærir varnarlega. Við náðum að halda niðri hæfileikum þeirra. Þetta er liðsíþrótt, við fögnum allir mörkum. Fyrir okkur varnarmenn þá snýst þetta um að halda hreinu.“

„Við höfum verið stórkostlegir á tímabilinu.“

Leikmönnum City hefur lengi dreymt um að komast í úrslitaleikinn og hafa verið nálægt því síðustu ár en loksins tókst það.

„Á svona stórri stundu þá eru taugarnar þandar. Við þurfum að hafa stjórn á því. Við setjum pressu á okkur sjálfa. Við köstuðum þessu frá okkur á Anfield og gegn Tottenham. Á síðasta ári var þetta öðruvísi, það var aðeins einn leikur. Að ná loksins sigri bæði heima og úti sýnir hvað liðið er frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur