fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Opnar sig um misheppnaðan tíma Balotelli hjá Liverpool

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rickie Lambert sem hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla ævi fékk drauminn uppfylltan árið 2014 þegar hann kom til Liverpool frá Southampton. Hann átti ekki góðan tíma í Bítlaborginni og opnaði sig þennan tíma ferilsins í hlaðvarpsþættinum Straight From the Off.

 „Þetta var algjörlega klikkað, algjör draumur. Ég vissi ekki hvernig ég átti að haga mér.“

„Ég gerði þó mikil mistök fyrir fyrsta tímabilið með Liverpool. Ég átti að fá fimm vikna frí en ég var svo spenntur og vildi vera í formi lífs míns svo ég tók bara tvær vikur og mætti þá til æfinga. Það voru mikil mistök, ég var svo þreyttur allt tímabilið og þurfti bara frí.“

 Þá hafði Lambert þetta um Balotelli að segja:

 „Þetta er góður strákur en svolítið barnalegur. Í fyrstu þá gaf hann allt í leikina en maður tók eftir því á æfingum að hann var ekki að reyna sitt besta.“

 „Ég gat ekki lengur verið með honum í liði á æfingum og bað Brendan um að tryggja það, ég held að Steven Gerrard hafi beðið um það líka.“

 „Hann missti bara hausinn ef eitthvað gekk ekki upp á æfingu. Hann reyndi þá bara að eyðileggja allt, sparkaði boltanum í burtu eða skoraði sjálfsmörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér