fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Lögreglumaður í Bretlandi sakaður um hrottalegt morð á fyrrum hetju

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 13:13

Atkinson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Monk lögreglumaður í Bretlandi neitar því að hafa myrt Dalian Atkinson fyrrum leikmann Aston Villa í enska boltanum. Atkinson lést árið 2016 en málið er nú fyrir dómstólum þar í landi.

Atkinson lést 48 ára gamall fyrir utan heimili föður síns, lögregla var kölluð á vettvang þar sem Atkinson lét illum látum.

Málið hefur verið til rannsóknar í þrjú ár en Monk er ákærður fyrir að bera ábyrgð á andláti Atkinson. Þannig kemur fram í gögnum saksóknara að hann hafi notað rafbyssuna á Atkinson í 33 sekúndur, byssuna á aðeins að nota í fimm sekúndu í hvert skipti.

Monk var að skjóta á Atkinson í þriðja skiptið en fyrstu tvær tilraunirnar báru ekki árangur, hann notaði því byssuna í lengri tíma.

Þegar Atkinson féll svo til jarðar er Monk sakaður um að hafa sparkað í tvígang í höfuðkúpu hans. Áverkar voru á líki Atkinson.

Monk hafnar öllum ákæruliðum en samstarfsfélagi hans Mary Bettley-Smith er sökuð um ofbeldi í garð Atkinson, hún er sökuð um að hafa lamið hann í tvígang með kylfu þegar hann var meðvitundarlaus í jörðinni. Hún neitar sök.

Atkinson lék sem atvinnumaður frá 1985 til 2001 en hann lék fyrir Aston Villa, Ipswich, Fenerbache, Real Sociedad og fleiri lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér