fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Lögreglan tjáir sig – „Lögregluþjónninn hefði getað misst sjónina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður hlaut skurð í andliti er hann reyndi ásamt kollegum sínum að ná stjórn á mótmælunum sem áttu sér stað fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United í fyrradag.

Mótmælin urðu til þess að leik Manchester United og Liverpool í gær var frestað um óaákveðinn tíma.

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan Old Trafford til þess að mótmæla eignarhaldi Galzer-fjölskyldunnar á Manchester United. Hópur mótmælanda braut sér síðan leið inn á Old Trafford og einhver skemmdarverk voru unnin.

Lögreglan í Manchester hefur staðfest að lögreglumaður hafi hlotið skurð í andliti eftir að hafa fengið glerflösku í andlitið. Af myndum af dæma má lögreglumaðurinn teljast heppinn að glerbrot í flöskunni hafi ekki farið í auga hans.

„Okkar hugrakki samstarfsmaður fór til vinnu til að tryggja öryggi fólks í Manchester, hann varð fyrir árás. Hann er einfaldlega heppinn að hafa ekki misst sjónina, þetta er ekki rétt framkoma,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar en maðurinn var illa slasaður.

„Lögreglufólk eru mæður, feður, eiginmenn, eiginkonur og makar. Þetta eru synir og dætur, þetta eru manneskjur sem eiga að geta farið heim til sín í heilu lagi eftir vaktina. Það á ekki að þurfa að fara á spítala.“

„Við þurfum styðja slasaðan samstarfsfélaga og munum gera það á meðan hann jafnar sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Í gær

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri