fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

WBA færist nær Championship eftir jafntefli gegn Wolves

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Brom tók á móti Wolves í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli liðanna.

WBA þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga einhvern möguleika á að halda sér í deildinni. Bæði lið áttu sína spretti í fyrri hálfleik en það var Fábio Silva sem braut ísinn fyrir Wolves með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks með nokkurri heppni. Otasowie átti frábæran sprett, gaf á Vitinha sem rúllaði boltanum áfram og Silva skaut í knöttinn sem fór í Bartley sem gerði það að verkum að boltinn breytti um stefnu og flaug yfir Johnstone í markinu.

WBA sótti stíft í seinni hálfleik í leit að jöfnunarmarki. Diagne uppskar loks og jafnaði metin fyrir heimamenn á 63. mínútu með kröftugum skalla af stuttu færi. Heimamenn héldu áfram að sækja en ekki komu fleiri mörk í þennan leik og WBA færist því nær sæti í Championship á næstu leiktíð.

West Brom er í 19. sæti deildarinnar með 26 stig, heilum 10 stigum á eftir Newcastle í öruggu sæti. Wolves er í 12. sæti deildarinnar með 42 stig.

WBA 1 – 1 Wolves
0-1 Silva (´45+2)
1-1 Diagne (´63)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi