fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Áhorfendur verða leyfðir á úrslitaleik Evrópudeildarinnar

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA hefur staðfest að áhorfendur verða leyfðir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fer fram í Gdansk í Póllandi. Pólsk yfirvöld munu leyfa 25% af hámarksfjölda vallarins sem gerir það að verkum að 9500 áhorfendur geta mætt.

Stuðningsmenn sem ferðast til Póllands þurfa þó að fara í 10 daga sóttkví eða sýna fram á bólusetningu gegn Covid-19. Þá verður grímuskylda á vellinum og gæti verið að fólk þurfi að sýna fram á neikvætt Covid-19 próf eða bólusetningarskírteini við innganginn.

Miðarnir eru farnir í sölu og verður möguleiki á að krækja sér í miða til 7. maí. Alls verða 6000 miðar fyrir stuðningsmenn liðanna og almenning og verður dregið úr þeim umsóknum sem berast.

Enn er ekki ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleiknum en Manchester United er með annan fótinn í úrslitaleiknum eftir 6-2 sigur gegn Roma í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Þá vann Real Sociedad Arsenal með tveimur mörkum gegn einu og því er enn allt opið í þeim leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi