fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segir Haaland ekki á förum frá Dortmund – „Mun spila fyrir Dortmund á næsta tímabili“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. maí 2021 13:30

Erling Braut Haaland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian Kehl, yfirmaður knattspyrnumála hjá Borussia Dortmund, segir ekkert til í þeim orðrómum að Erling Braut Haaland, framherji liðsins, sé á förum frá félaginu.

Haaland, hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu að undanförnu en Kehl, er staðráðinn í þeirri trú sinni að Haaland fari ekki fet.

„Það er minn skilningur að Haaland muni spila fyrir Dortmund á næsta tímabili. Haaland er sammála því, ég sé hann á hverjum einasta degi og get sagt að honum líður vel hér,“ sagði Kehl í viðtali hjá Sport1.

Haaland hefur staðið sig frábærlega með Dortmund eftir að hann gekk til liðs við liðið frá Red Bull Salzburg. Hann hefur spilað 56 leiki með þýska félaginu, skorað 53 mörk og gefið 14 stoðsendingar.

Haaland var árið 2020 valinn besti ungi leikmaður Evrópu. Lið á borð við Real Madrid, Barcelona, Manchester United og Manchester City hafa öll verið orðuð við kaup á leikmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár