fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deildin: Byrjunarlið kvöldsins klár – Stórslagur umferðarinnar í Kópavogi

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 18:22

/ Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð Pepsi-Max deild karla í kvöld. Víkingur Reykjavík fær nýliða deildarinnar Keflavík í heimsókn í Fossvoginn og á Kópavogsvelli fer fram stórleikur umferðar þegar Breiðablik tekur á móti KR.

Það er um sannkallaðan stórleik að ræða á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti KR. Breiðablik er af mörgum talið það lið sem getur hvað helst skákað Íslandsmeisturum Vals á tímabilinu og þeir munu vilja senda skýr skilaboð í fyrstu umferð með sigri á KR.

Í Vesturbænum er krafan alltaf sú að vinna titil. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sagði í viðtali við 433.is á dögunum að KR-ingar séu búnir að fljúga undir radarnum í vetur og býst við því að þeir verði mjög sterkir á tímabilinu. KR hefur gengið vel á Kópavogsvellinum undanfarið og vonast til þess að byrja á sigri í kvöld.

Byrjunarlið Breiðabliks:
Anton Ari (m), Damir, Davið Ingvars , Finnur Orri, Gísli Eyjólfs, Höskuldur (f) Gunnlaugs, Jason Daði, Oliver Sigurjóns, Thomas Mikkelssen, Viktor Karl, Viktor Örn

Byrjunarlið KR: 
Beitir (m), Arnór Sveinn, Grétar Snær, Pálmi Rafn, Kennie Chopart, Ægir Jarl, Kristinn Jóns, Kristján Flóki, Óskar Örn (f), Atli Sigurjóns, Stefán Árni

Eftir erfitt tímabil á síðasta ári vonast Víkingur Reykjavík eftir því að geta byrjað Íslandsmótið af krafti. Liðið hefur misst máttarstólpa úr liðinu og er hálfgert spurningarmerki fyrir mót.

Keflvíkingar mæta á Víkingsvöll í kvöld. Keflavík er nýliði í deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina á síðasta tímabili og tilfinning flestra er sú að liðið hafi alla burði til þess að geta fest sig í sessi sem Pepsi-Max deildar lið á þessu tímabili.

Byrjunarlið Víkings Reykjavík: 
Þórður Ingason (m), Erlingur Agnarsson, Sölvi Geir (f), Pablo Punyed, Halldór Smári, Atli Barkar, Júlíus Magnússon, Karl Friðleifur, Nikolaj Hansen, Halldór Jón, Kristall Máni

Byrjunarlið: Keflavíkur: 
Sindri Kristinn (m), Ígancio Heras, Davíð Snær, Ari Steinn, Adam Árni, Kian Paul, Sindri Þór, Ástbjörn Þórðar, Josep Gibbs, Rúnar Þór, Frans Elvars (f)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann