fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Yfirlýsing Manchester United: „Hörmum aðgerðir er stefndu stuðningsmönnum, starfsliði og lögreglunni í hættu“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 16:51

Fyrir utan Old Trafford í gær / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er orðið ljós að leikur Manchester United og Liverpool sem átti að fara fram á Old Trafford í dag, mun ekki fara fram. Ástæðan fyrir því eru mótmæli stuðningsmanna Manchester United er beindust að eigendum félagsins, Glazer-fjölskyldunni.

Mótmælendur náðu að brjóta sér leið inn á Old Trafford og mikil ringulreið skapaðist sem varð til þess að leiknum var frestað fyrst um sinn og síðan aflýst.

Manchester United hefur í kjölfarið gefið út yfirlýsingu:

„Í samráði við lögregluna, ensku úrvalsdeildina og hlutaðeigandi knattspyrnufélög hefur leik okkar gegn Liverpool verið frestað sökum öryggissjónarmiða er varða mótmælin í dag. Við eigum nú í viðræðum við ensku úrvalsdeildina varðandi endurskoðaða dagsetningu fyrir leikinn.“

„Stuðningsmenn okkar brenna fyrir Manchester United og við viðurkennum fullkomlega rétt þeirra til tjáningar og friðsamlegra mótmæla.“

„Við hörmum hins vegar atburði dagsins og þær aðgerðir sem setttu stuðningsmenn, starfsfólk og lögreglu í hættu. Við þökkum lögreglunni fyrir þeirra stuðning og munum aðstoða hana við allar rannsóknir er varða atburði dagsins,“ stóð í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Manchester United.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum

Lengjudeildin: Fjölnir vann opnunarleikinn gegn Grindvíkingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG
433Sport
Í gær

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Í gær

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur