fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Fundað um framhaldið eftir mótmæli stuðningsmanna – Hornfánar teknir og sjónvarpsbúnaður eyðilagður

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 14:15

Mynd: AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að koma stuðningsmönnum Manchester United út af leikvangi félagsins, Old Trafford, eftir að þeir ruddust þar inn til að mótmæla eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar.

Leikur Manchester United og Liverpool á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram klukkan 15:30 og nú funda aðilar sín á milli til að komast að því hvort leikurinn geti farið fram á settum tíma eða hvort það þurfi að fresta honum.

Laurie Whitwell, blaðamaður The Athletic um Manchester United greinir frá því að verið sé að meta stöðuna og meðal þess sem verið er að skoða er hvort brotnar hafi verið Covid-19 reglur og hvort búblurnar sem leikmenn og þjálfarateymi liðanna eru í hafi verið sprengdar.

Tómas Þór Þórðarsson, umsjónarmaður enska boltans hjá Símanum segir fylgjendum ensku úrvalsdeildarinnar að búast við því að leikurinn hefjist á tilsettum tíma en segir einnig líklegt að honum verið seinkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins