fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Arsenal til sölu þrátt fyrir yfirlýsingar um að svo sé ekki

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 11:00

Stan Kroenke, eigandi Arsenal (fyrir miðju) / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er til sölu og hefur verið það síðastliðin tvö ár, þrátt fyrir yfirlýsingar eigandans Stan Kroenke um annað, þetta herma heimildir breska fjölmiðilsins Daily Mail.

Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um að Daniel Ek, eigandi streymisveitunnar Spotify, hyggist leggja fram tilboð um kaup á Arsenal, félagið sem hann hefur stutt síðan í æsku. Daniel segist vera búinn að tryggja fjármagn og hefur tekið höndum saman með fyrrum leikmönnum Arsenal og hyggst eignast félagið.

Það hefur gustað um Stan Kroenke undanfarið eftir að hann, ásamt stjórn Arsenal, ákvað að gerast stofnaðili að Ofurdeildinni sem síðan varð ekki að veruleika. Stuðningsmenn Arsenal eru orðnir langþreyttir á eiganda félagsins.

Heimildir Daily Mail herma að Kroenke hafi fengið tilboð í Arsenal fyrir innan við tveimur árum síðan. Tilboðinu var hafnað en áhugasömum aðilum var tilkynnt að það þyrfti tilboð upp á rúmlega 1.7 milljarð breskra punda ef íhuga ætti sölu á félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn