fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Sjáðu einkunnir úr leik Fylkis og FH

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 22:05

Björn Daníel © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann sannfærandi 0-2 sigur á Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Hér fyrir neðan má finna einkunnir sem 433.is gefur leikmönnum eftir leik. Einkunnaskalinn er 1-10.

Steven Lennon kom FH yfir úr vítaspyrnu úr 25.mínútu. Stuttu síðar misstu Fylkismenn Unnar Stein Ingvarsson af velli eftir að leikmaðurinn hafði fengið sitt annað gula spjald. Dómurinn var umdeildur. Matthías Vilhjálmsson skoraði svo seinna mark FH á 48.mínútu.

Nánari úttekt á leiknum má nálgast hér. 

433.is velur Þóri Jóhann Helgason besta mann vallarins í kvöld. Hann gerði virkilega vel þegar hann átti stungusendingu á Jónatan Inga Jónsson sem leiddi til vítaspyrnudómsins. Þá lagði hann einnig upp markið fyrir Matthías. Þess fyrir utan stafaði mikil ógn af honum í leiknum. Áðurnefndu Jónatan Ingi spilaði einnig vel í kvöld.

Hjá Fylki er markvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason valinn bestur. Hann fékk vissulega dæmda á sig vítaspyrnu en hann kom þó einnig í veg fyrir stærra tap heimamanna með nokkrum góðum vörslum.

Fylkir

Ólafur Kristófer Helgason (6), Ásgeir Eyþórsson (5), Unnar Steinn Ingvarsson (4), Arnór Gauti Jónsson (5), Orri Sveinn Stefánsson (5), Torfi Tómoteus Gunnarsson (5), Orri Hrafn Kjartansson (5), Djair Parfitt-Williams (5), Hallur Húni Þorsteinsson (5), Dagur Dan Þórhallsson (5), Arnór Borg Guðjohnsen (5)

Varamenn: Jordan Brown (5), Þórður Gunnar Hafþórsson (5), Helgi Valur Daníelsson (spilaði of lítið til að fá einkunn)

FH

Gunnar Nielsen (7), Hörður Ingi Gunnarsson (7), Hjörtur Logi Valgarðsson (5), Eggert Gunnþór Jónsson (6), Steven Lennon (7), Þórir Jóhann Helgason (8, maður leiksins), Matthías Vilhjálmsson (7), Jónatan Ingi Jónsson (8), Guðmundur Kristjánsson (6), Guðmann Þórisson (6), Ágúst Eðvald Hlynsson (7)

Varamenn: Pétur Viðarsson (5), Björn Daníel Sverrison (6), Vuk Oskar Dimitrijevic (spilaði of lítið til að fá einkunn), Baldur Logi Guðlaugsson (spilaði of lítið til að fá einkunn)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“

Pochettino útskýrir ummælin umdeildu – ,,Hvað þýðir það?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið

Jóhann Berg gráti næst er hann kvaddi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Í gær

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli
433Sport
Í gær

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd
433Sport
Í gær

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur