fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Aston Villa slökkti í Meistaradeildarvon Everton

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 21:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton tók á móti Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Villa vann að lokum góðan útisigur í fjörugum leik.

Aston Villa var heilt yfir betri aðilinn í dag og olli vörn Everton miklum vandræðum.

Ollie Watkins kom gestunum yfir á 13.mínútu eftir mistök frá Mason Holgate. Hann vann boltann af varnarmanninum og skoraði framhjá Jordan Pickford.

Dominic Calvert-Lewin jafnaði fyrir Everton stuttu síðar. Það gerði hann með skalla eftir hornspyrnu sem tekin var af Lucas Digne.

Anwar El-Ghazi skoraði sigurmark leiksins fyrir Aston Villa. Hann skoraði með fallegu skoti fyrir utan teig. Lokatölur 1-2.

Gylfi Þór Sigurðsson var á sínum stað í byrjunarliði Everton í kvöld og spilaði rúmar 80 mínútur.

Everton er í áttunda sæti með 52 stig, 2 stigum frá Evrópudeildarsæti. Villa er sæti neðar með 48 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?