fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deildin: Markalaust í Garðabæ

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 21:28

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Leiknir gerðu markalaust jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Stjarnan hafði yfirhöndina á vellinum en tókst ekki að búa til nægilega góð marktækifæri. Leiknismenn vörðust þeim vel og Guy Smit  varði vel.

Heimamenn komu boltanum að vísu í netið í seinni hálfleik en markið var dæmt af þar sem boltinn hafði farið í hönd Hilmars Árna Halldórssonar í aðdragandanum.

Einar Karl Ingvarsson, nýr leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald í lok leiks þegar hann braut á Sólon Breka Leifssyni þegar sá síðarnefndi var sloppinn í gegn. Einar missti boltann klaufalega frá sér í aðdragandanum.

Sævar Atli Magnússon hefði getað stolið sigrinum fyrir Leikni í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn. Skot hans fór hins vegar beint á Harald Björnsson í marki Stjörnunnar. Sá síðarnefndi gerði vel í að koma út á móti Sævari.

Ekkert mark skorað í Garðabæ í dag og stigunum deilt á milli liðanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?