fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deildin: Markalaust í Garðabæ

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 21:28

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Leiknir gerðu markalaust jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld.

Stjarnan hafði yfirhöndina á vellinum en tókst ekki að búa til nægilega góð marktækifæri. Leiknismenn vörðust þeim vel og Guy Smit  varði vel.

Heimamenn komu boltanum að vísu í netið í seinni hálfleik en markið var dæmt af þar sem boltinn hafði farið í hönd Hilmars Árna Halldórssonar í aðdragandanum.

Einar Karl Ingvarsson, nýr leikmaður Stjörnunnar, fékk rautt spjald í lok leiks þegar hann braut á Sólon Breka Leifssyni þegar sá síðarnefndi var sloppinn í gegn. Einar missti boltann klaufalega frá sér í aðdragandanum.

Sævar Atli Magnússon hefði getað stolið sigrinum fyrir Leikni í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn. Skot hans fór hins vegar beint á Harald Björnsson í marki Stjörnunnar. Sá síðarnefndi gerði vel í að koma út á móti Sævari.

Ekkert mark skorað í Garðabæ í dag og stigunum deilt á milli liðanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband