fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deildin: Umdeild brottvísun slökkti í Fylkismönnum – FH sannfærandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 21:12

Þessi skoraði í dag. © 365 ehf / Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann öruggan 0-2 útisigur á Fylki nú í kvöld. Heimamenn spiluðu manni færri stærsta hluta leiksins.

Það markverðasta sem gerðist í upphafi leiks var þegar Þórir Jóhann Helgason átti slappa sendingu til baka, ætlaða Gunnari Nielsen í markinu. Djair Parfitt-Williams komst inn í sendinguna en Gunnar gerði vel og var mættur framarlega til að hreinsa boltann frá.

Á 24.mínútu fékk FH vítaspyrnu. Þá áttu Þórir og Jónatan Ingi Jónsson skemmtilegt samspil sín á milli sem endaði með því að sá síðarnefndi var tekinn niður í teignum. Ólafur Kristófer Helgason, markvörður Fylkis, braut á honum.

Steven Lennon fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi og kom Hafnfirðingum yfir.

Stuttu síðar fékk Lennon tækifæri til að tvöfalda forystu FH þegar Matthías Vilhjálmsson renndi boltanum út í teiginn á hann. Varnarmenn Fylkis komust þó fyrir boltann.

Þegar tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks fékk Unnar Steinn Ingvarsson, leikmaður Fylkis, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Seinna spjaldið var afar umdeilt en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, mat það sem svo að Unnar hafi farið með olbogann í andlit Eggerts Gunnþórs.

FH-ingar réðu ferðinni algjörlega eftir þetta. Í upphafi síðari hálfleiks skoruðu þeir sitt annað mark eftir frábæra sókn. Hörður Ingi Gunnarsson kom þá með sendingu frá hægri væng á Þóri sem var rétt fyrir utan teig. Þórir vippaði boltanum svo smekklega inn fyrir á Matthías sem skoraði í sínum fyrsta leik eftir endurkomuna í FH fyrir tímabil.

FH hefði hæglega getað bætt við forystu sína. Eftir rúman klukkutíma leik áttu þeir frábæra sókn sem endaði með því að Ólafur Kristófer varði frá Ágústi Eðvald Hlynssyni, sem kom til FH frá Horsens á dögunum. Stuttu síðar átti Þórir skot sem Ólafur varði einnig vel.

Björn Daníel Sverrison kom þá inn á sem varamaður á 63.mínútu og fékk ágætis færi til að skora eftir undirbúning Þóris og Jónatans en skot hans var varið.

Lokatölur 0-2, FH hefur mótið á sannfærandi sigri eftir slæm úrslit á undirbúningstímabilinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband