fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Albert með stórleik – Íslendingalið mættust í Svíþjóð

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 20:23

Albert Guðmundsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf nóg um að vera hjá Íslendingum í hinum ýmsu deildum Evrópu. Albert Guðmundsson, Jón Guðni Fjóluson, Willum Þór Þórsson og Aron Jóhannsson voru í eldlínunni með sínum liðum í dag.

Albert skoraði og lagði upp fyrir AZ Alkmaar gegn Waalwijk í efstu deild í Hollandi. Hann jafnaði metinn í 1-1 og lagði svo upp þriðja mark liðsins í 1-3 sigri. AZ er í þriðja sæti deildarinnar með 64 stig, jafnmörg stig og PSV í öðru sætinu. Annað sæti gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalseildinni þegar Hammarby tók á móti Hacken. Lokatölur urðu 1-1. Jón Guðni lék allan leikinn fyrir Hammarby en Valgeir Lunddal Friðriksson sat á varamannabekk Hacken í leiknum. Þetta var fjórði leikur liðanna í deildinni í ár. Hammarby var að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu og er með 4 stig. Hacken er aðeins með 1 stig.

Willum Þór spilaði fyrri hálfleikinn fyrir BATE í 1-0 sigri gegn Smorgon í efstu deildinni í Hvíta-Rússlandi. Sjö umferðum er lokið í deildinni og er BATE í öðru sæti með 17 stig, 4 stigum frá toppnum.

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Lech Poznan og spilaði 65 mínútur í 1-2 tapi gegn Stal Mielec í pólsku úrvalsdeildinni. Öll mörkin komu í lok leiks og því mikil dramatík. Lech er í tíunda sæti deildarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband