fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Chelsea styrkti stöðu sína í Meistaradeildarbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 18:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Chelsea vann öruggan 2-0 sigur á Fulham í leik sem er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Stamford Bridge.

Chelsea komst yfir strax á 10.mínútu leiksins. Þar var að verki Kai Havertz, sem spilaði sem fremsti maður í dag. Mason Mount gerði vel í aðdraganda marksins, tók vel á móti langri sendingu og renndi boltanum á Havertz.

Hakim Ziyech hefði getað tvöfaldað forystu Chelsea er hann fékk gott færi í fyrri hálfleik sem Areola varði. Þá fékk Fulham einnig sín tækifæri. Staðan í hálfleik þó 1-0 fyrir Chelsea.

Það voru aðeins tæpar 5 mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Havertz var búinn að skora sitt annað mark eftir flott samspil við Timo Werner.

Chelsea var betri aðilinn það sem eftir lifði leiks. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð. Lokatölur 2-0.

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 61 stig, með 6 stiga forskot á West Ham sem er í fimmta sæti. West Ham á þó leik til góða.

Fulham er svo gott sem fallið. Þeir eru í 18.sæti með 27 stig, 9 stigum frá öruggu sæti og búnir að leika leik meira en Newcastle sem er í sætinu fyrir ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband