fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Brighton með góðan sigur á Leeds

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 15:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brighton tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn unnu 2-0 sigur gegn liði Leeds sem var ekki á deginum sínum.

Brighton komst yfir með marki Pascal Gross úr vítaspyrnu á 14.mínútu. Brotið hafði verið á Danny Welbeck inni í teig.

Leeds var mikið með boltann það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en tókst ekki að skapa sér almennileg færi. Þá hefði Brighton getað tvöfaldað forystuna fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn.

Það vantaði kraftinn í Leeds til að jafna í seinni hálfleik og Brighton kláraði leikinn þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá afgreiddi Welbeck boltann smekklega í netið.

Brighton er í fjórtánda sæti með 37 stig, 10 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Leeds er í níunda sæti með 47 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann