fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

,,Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöfinni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 10:00

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2-0 tap gegn Val í gær. Hann ræddi þar um góðan fyrri hálfleik sinna manna en einnig dómaraákvarðanir sem hann taldi hafa fallið með Val.

,,Mér fannst dómarinn svolítið aðstoða Valsmennina og sýna þeim full mikla virðingu í spjaldagjöfinni,“ sagði Jóhannes eftir leik.

Skagamenn áttu góðan fyrri hálfleik í gær, pressuðu vel á Valsmenn og gáfu þeim lítið pláss. Valur setti þó í annan gír í seinni hálfleik og kláraði leikinn. Ekki hjálpaði það ÍA að missa Ísak Snæ Þorvaldsson af velli með tvö gul spjöld. Nánar má lesa um leikinn hér. 

,,Mér fannst dómari leiksins dæma leikinn vel og hef ekkert út á þá að setja sem tríó en mér fannst fyrsta gula spjaldið sem Ísak Snær fékk, hann kemur ekki við Patrick Pedersen og hann hendir sér upp, leggst í jörðina og vælir út gult spjald. Haukur Páll gerir svipað, hendir sér eitthvað og liggur eftir. Mér fannst Birkir Már eiga að fá gult spjald þegar hann hjólar í Árna þegar við erum að reyna að komast í hraða sókn. Eftir að við missum Ísak út af var þetta virkilega erfitt,“ sagði Jóhannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband