fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Evrópudeildin: Viðbrögð knattspyrnustjóra og leikmanna við úrslitum kvöldsins – „Eigum enn möguleika“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 21:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri leikir undanúrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Manchester United bar sigur úr býtum gegn Roma á heimavelli og Arsenal laut í lægra haldi gegn Villarreal á útivelli.

Á Old Trafford í Manchesterborg, tóku heimamenn í Manchester United á móti ítalska liðinu Roma. Leiknum lauk með 6-2 sigri Manchester United í fjörugum leik.

Paul Pogba var á meðal markaskorara Manchester United í leiknum, hann segir einvígið ekki búið þrátt fyrir öruggan sigur í kvöld.

„Jákvæð úrslit en þetta er ekki búið. Við þurfum að halda einbeitingu og spila seinni leikinn með sama hugarfari.“

Manchester United var 2-1 undir í hálfleik en sneri taflinu við í seinni hálfleik.

„Í hálfleik einsettum við okkur að einfalda spilamennsku okkar í seinni hálfleik, gera auðvelda hluti. Við vorum allir hungraðir í að skora eins mörg mörk og við gætum,“ sagði Paul Pogba, leikmaður Manchester United í viðtali við BT Sport eftir leik.

Pogba í leiknum í kvöld/ GettyImages

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum sáttur með úrslit kvöldsins en hann segir einvígið ekki búið.

„Mér líður ekki eins og okkar verki sé lokið en við gerðum vel í kvöld.“

Manchester United skoraði sex mörk í kvöld og sneri tapaðri stöðu í hálfleik, sér í vil.

„Við erum með skapandi leikmenn sem geta komið okkur í mikilvæg augnablik í leiknum. Staðsetningar Pogba í dag voru mjög góðar, hann fær ákveðið frjálsræði í okkar spilamennsku og hann býr við góðan grunn á bakvið sig.  Það sem skipti sköpum í dag var að við nýttum færin okkar.“

„Leikmennirnir sýndu mikinn karakter, komu til baka og misstu ekki hausinn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United í viðtali við BT Sport eftir leik.

Solskjær var ánægður að leik loknum í kvöld / GettyImages

Á Estadio De La Cerámica á Spáni, tóku heimamenn í Villarreal á móti Arsenal. Leiknum lauk með 2-1 sigri Villarreal. 

Þetta var erfitt kvöld fyrir leikmenn Arsenal en Bukayo Saka er ánægður með viðbrögð leikmanna í seinni hálfleik er liðið var 2-0 undir.

„Við getum tekið margt jákvætt úr seinni hálfleik. Þetta eru undanúrslit og þú getur ekki byrjað leiki eins og við gerðum í kvöld, við sköpuðum ekki neitt, vorum passívir og töpuðum öllum einvígum. Ég er ánægður með að í seinni hálfleik stigum við upp sem varð til þess að við eigum möguleika á heimavelli. 

Arsenal missti mann af velli með rautt spjald í seinni hálfleik og náði að skora mikilvægt útivallarmark einum manni færri.

„Við sýndum að við erum betri en þeir, meira að segja einum manni færri. Þetta er undir okkur komið, þegar að við spilum vel þá getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Bukayo Saka, leikmaður Arsenal í viðtali við BT Sport eftir leik.

Saka í leiknum í kvöld / GettyImages

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal er ekki af baki dottinn þrátt fyrir tap í kvöld.

„Við vildum ekki koma hingað í kvöld og tapa en miðað við hvernig leikurinn þróaðist verðum við að sætta okkur við úrslitin. Ef maður þarf að tapa þá eru þetta líklegast bestu úrslitin sem við hefðum geta fengið.“

Arteta segist hafa séð mikinn mun á spilamennsku Arsenal milli hálfleika.

„Þetta voru tveir mismunandi hálfleikir hjá okkur. Í seinni hálfleik fórum við að vera líkir sjálfum okkur. Í fyrri hálfleik voru alltof margar stundir sem við vorum það ekki. Við byrjuðum að elta, vorum ónákvæmir með boltann og stjórnuðum ekki leiknum. Okkur vantaði alla ógn eða löngun í að sækja að marki andstæðingsins. Í seinni hálfleik var þetta allt önnur saga.“

Aubameyang fékk dauðafæri undir lok leiks til þess að jafna leikinn fyrir Arsenal en brást bogalistin. Arteta hefur trú á sínum mönnum fyrir seinni leikinn.

„Við eigum möguleika á sigri,“ sagði Arteta í viðtali við BT Sport eftir leik.

Arteta á hliðarlínunni í kvöld / GettyImages

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“