fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Börsungum mistókst að gera toppsætið að sínu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 19:14

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona tók á móti Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Granada en leikið var á heimavelli Barcelona, Nou Camp.

Barcelona hefði með sigri komist upp fyrir Atletico Madrid í 1. sæti deildarinnar.

Lionel Messi, kom Börsungum yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Antoine Griezmann.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 63. mínútu þegar að Darwin Machis jafnaði metin fyrir Granada.

Hlutirnir tóku síðan stefnu til hins verra fyrir leikmenn Barcelona þegar að knattspyrnustjóri liðsins, Ronald Koeman, fékk að líta rauða spjaldið.

Á 79. mínútu tryggði Jorge Molina, Granada sigur með marki eftir stoðsendingu frá Adríán Marín.

Lokatölur 2-1 sigur Granada. Barcelona er eftir leikinn í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 71 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atletico Madrid. Granada situr í 8. sæti með 45 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands