fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segja Messi hafa tjáð forseta Barcelona að hann ætli að vera áfram – Setur hins vegar eitt skilyrði

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 18:30

Sjáum við Messi í búningi Barcelona á ný? GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir fjölmiðlar á Spáni, hafa greint frá því að Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, hafi tjáð Joan Laporta, forseta félagsins, að hann muni vera áfram hjá félaginu.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Messi hjá félaginu undanfarna mánuði. Samningur hans rennur út í sumar en nú virðist það vera sem svo að hann muni framlengja við Börsunga.

Heimildir TVE, herma hins vegar að Messi hafi einnig tjáð Laporta, að það verði að styrkja leikmannahóp Barcelona. Hann vill fá fullvissu um að það verði gert áður en hann krotar undir nýjan samning.

Barcelona hefur ekki náð sér á fullt skrið á tímabilinu þrátt fyrir að hafa unnið spænska bikarinn. Liðið datt nokkuð snemma úr Meistaradeild Evrópu en er þó í bullandi séns í spænsku úrvalsdeildinni.

Messi er besti leikmaðurinn í sögu Barcelona og er af mörgum talinn besti leikmaður knattspyrnusögunnar.

Hjá Barcelona hefur Messi spilað 773 leiki, skorað 667 mörk og gefið 292 stoðsendingar, auk þess að hafa unnið til fjölda titla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“