fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: City í góðum málum fyrir seinni leikinn

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn endaði með 1-2 sigri gestanna og Manchester City fer með mikilvæg útivallamörk í seinni leikinn.

Áhorfendur bjuggust við skemmtilegum og opnum leik þessara sóknarsinnuðu liða og þau svöruðu kallinu. Leikmenn PSG spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og áttu mörg hættuleg færi. Marquinhos braut ísinn fyrir heimamenn þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með skalla eftir hornspyrnu. Leikmenn Manchester City voru nokkuð ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik og buðu ekki upp á mikið.

Gestirnir voru líflegri í seinni hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 65. mínútu. Þá leit út fyrir að Kevin De Bruyne ætlaði að senda boltann fyrir inn í teig, Navas bjóst við að einhver myndi fara í boltann og áttaði sig of seint á í hvað stefndi þegar boltinn sveif í markið.

Fimm mínútum síðar kom Mahrez gestunum yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem fór í gegnum varnarvegg PSG. Á 77. mínútu fékk Gueye beint rautt spjald fyrir ruddalegt brot á Gundogan. Eftir rauða spjaldið róaðist leikurinn aðeins og ekki voru fleiri mörk skoruð.

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku á heimavelli Manchester City og þá verður ljóst hvort liðið tryggir sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

PSG 1 – 2 Manchester City
1-0 Marquinhos (´15)
1-1 De Bruyne (´64)
1-2 Mahrez (´71)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans