fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þýskaland mætir Bayern í æfingaleik til að borga fyrir Hansi Flick

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen mun spila á móti þýska landsliðinu seinna á árinu og mun allur ágóðinn renna til Bayern til að borga fyrir Hansi Flick sem talið er að taki við þýska landsliðinu eftir EM.

Fyrir 11 dögum tilkynnti Hansi Flick að hann ætlaði sér að yfirgefa félagið eftir þetta tímabil. Í gær tilkynnti Bayern að Flick myndi láta af störfum og að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, tæki við. Þá er búist við því að Flick taki við þýska landsliðinu.

Bayern þurfti að borga 20 milljónir punda til að fá Nagelsmann sem var samningsbundinn RB Leipzig en ekkert hefur komið fram hvað þýska sambandið þurfi að borga Bayern fyrir Flick. Nú eru orðrómar um það að þýska landsliðið mæti Bayern Munchen í æfingaleik seinna á árinu og allur ágóðinn renni til Bayern til að borga fyrir Flick.

Ef þetta verður að veruleika þurfa nokkrir leikmenn að velja fyrir hvort liðið þeir ætla að spila, eða gætu jafnvel spilað hálfleik fyrir hvort liðið.

Ekki er enn komin dagsetning á leikinn en búist er við því að hann verði seinna á árinu, vonandi þegar hægt verður að taka á móti áhorfendum aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er