Manchester City og PSG eigast við í stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld en er að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum.
Bæði lið eru ansi vel mönnuð og hafa tjaldað miklu til síðustu ár, árangurinn í Meistaradeildinni hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum.
Bæði félög eiga sér þann draum að vinna þessa stærstu keppni í heimi og eru nú aðeins einu skrefi frá úrslitaleiknum.
Ensk götublaðið The Sun hefur tekið saman draumalið með leikmönnum félaganna sem sjá má hér að neðan.
Í liðinu eru sex frá Manchester City en fimm koma úr herbúðum PSG.