fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Veit ekki hvort Gary Martin sé enn staddur í Eyjum – „Ég get ekki tjáð mig meira“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 11:33

Gary Martin til vinstri og Daníel fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Geir Mortiz formaður knattspyrnudeildar ÍBV veit ekki hvort enski framherjinn Gary Martin sé enn staddur í Vestmannaeyjum. Greint var frá því fyrir skömmu að ÍBV hefði rifti samningi við enska framherjann.

Í tilkynningu Eyjamanna segir að enski framherjinn hafi framið agabrot en ekki er nánar greint frá því hvað gerðist.

„Það sem við getum sagt kemur fram í yfirlýsingunni , ég er ekki alveg viss hvort hann sé enn staddur í Vestmannaeyjum,“ sagði Daníel í samtali við 433.is í dag.

Þegar Daníel var spurður að því hvort um væri að ræða eitt agabrot eða eitthvað uppsafnað svaraði hann. „Ég get ekki tjáð mig eitthvað meira um þetta mál.“

Ljóst er að um mikla blóðtöku er fyrir ÍBV innan vallar en enski framherjinn hefur raðað inn mörkum fyrir félagið í eitt og hálft tímabil. Liðið leikur undir stjórn Helga Sigurðssonar í Lengjudeild karla og stefnir liðið upp í efstu deild.

Gary Martin gekk í raðir ÍBV sumarið 2019 eftir að samningi hans við Val var rift, þá hafði hann lent upp á kannt við Ólaf Jóhannesson þá þjálfara Vals.

Enski framherjinn hefur spilað á Íslandi frá árinu 2010 en þá samdi hann við ÍA, hann var síðan keyptur til KR og fór þaðan í Víking. Eftir veru í atvinnumennsku kom Gary Martin aftur til Íslands árið 2019 og gekk í raðir Vals en var sendur þaðan í burt og fór til ÍBV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans