Það verður hart tekist á í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar undanúrslitin fara af stað, þá munu Real Madrid og Chelsea eigast við í fyrri leik liðanna.
Bæði félög hafa verið á toppnum í fótboltanum um langt skeið en félögin hafa verið nokkuð dugleg við það að nota sömu leikmennina.
Þannig munu tveir fyrrum leikmenn Chelsea vera í leikmannahópi Real Madrid í kvöld, Thibaut Courtois mun standa í markinu og þá verður Eden Hazard á bekknum eftir meiðsli.
Hjá Chelsea er Matteo Kovacic á miðsvæðinu en ekki er öruggt að hann verði í byrjunarliði Chelsea í kvöld.
Enska blaðið The Sun hefur tekið saman draumalið með leikmönnum sem hafa gert það gott á báðum stöðum í London og í Madríd.