fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sögulegur samningur: Hjörvar Hafliða segir – „Mesta fjörið er í Þýskalandi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 09:09

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nordic Entertainment Group (NENT Group sem á og rekur Viaplay, og Bundesliga International, dótturfélag DFL Deutsche Fußball Liga, hafa framlengt samkomulag sitt um sýningarrétt á níu markaðssvæðum í Evrópu til 2029 með sögulegu samkomulagi. Knattspyrnuaðdáendur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi munu geta fylgst með alþjóðlegum stórstjörnum og hetjum úr héraði í Bundesligu og Bundesligu 2 í hverri viku á Viaplay, streymisveitu NENT Group, ásamt dagskrá í myndveri og lýsingum á sínu móðurmáli.

NENT Group mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Samkomulagið felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils.

Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert, sem undirstrikar gott samband milli aðilanna tveggja. Á samningstímanum verður Bundeslingan hornsteinn íþróttastreymis NENT Group, og munu báðir aðilar leggja sitt af mörkum til að stækka aðdáendahóp Bundesligunnar enn frekar í gegnum markaðssvæði NENT Group.

Hjörvar Hafliðason, Yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi fagnar þessum nýja samningi. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta.”

Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg fagnar þessu einnig. „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Í gær

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins