Andrea Pirlo stjóri Juventus hefur ekki byrjað vel í starfi en hann er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins, Juventus hefur haft yfirburðar lið á Ítalíu síðustu ár en undir stjórn Pirlo hefur hallað undan fæti.
Pirlo er goðsögn eftir að hafa spilað hjá Juventus en stuðningsmenn félagsins eru byrjaðir að snúast gegn honum.
Gengi liðsins hefur verið slakt og þarf Juventus að berjast fyrir því að ná Meistaradeildarsæti. Sonur hans, Nicolo Pirlo finnur fyrir því og fær hann nú reglulegar morðhótanir á Instagram.
Nicolo er 17 ára knattspyrnumaður. „Þú verður að deyja með pabba þínum,“ segir í skilaboðum sem Nicolo birtir á Instagram en það eru ekki ljótustu skilaboðin sem hann hefur fengið.
Drengurinn er í sárum. „Mín einu mistök eru að vera sonur faðir míns, sem er þjálfari Juventus,“ sagði Nicolo sem á erfitt með að sitja undir slíkum hótunum.
Stuðningsmenn Juventus gera miklar kröfur á lið sitt og ef Pirlo mistekst að ná Meistaradeildarsæti gæti hann misst starfið sitt.