fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Iheanacho hetjan þegar Leicester vann mikilvægan sigur í Meistaradeildarbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 26. apríl 2021 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester tók í kvöld á móti Crystal Palace í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Leicester vann 2-1 sigur og tryggði sér þar með mikilvæg stig í Meistaradeildarbaráttunni.

Leicester áttu ansi slakan fyrri hálfleik og það var Zaha sem kom Crystal Palace yfir snemma leiks eftir frábæra skyndisókn. Þannig stóðu leikar í hálfleik sem var ansi óvænt fyrir leik en nokkuð sanngjarnt engu að síður.

Rodgers virðist hafa lesið yfir liðinu í hálfleik en allt annað lið mætti til leiks í seinni. Castagne jafnaði metin snemma í seinni hálfleik eftir stoðsendingu frá Iheanacho. Það var svo Iheanacho sjálfur sem kom heimamönnum yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum með frábæru marki. Þar við sat og Leicester tryggja sér gríðarlega mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.

Með sigrinum styrkir Leicester stöðu sína í deildinni og er liðið í 3. sæti, fjórum stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti. Þá er Leicester með sjö stiga forskot á West Ham sem er í 5. sætinu en aðeins eru fimm leikir eftir í deildinni.

Leicester 2 – 1 Crystal Palace
0-1 Zaha (´12)
1-1 Castagne (´50)
2-1 Iheanacho (´80)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina