Norrköping tók á móti Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-1 sigri Norrköping. Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson, voru báðir í byrjunarliði Norrköping í leiknum.
Halmstad komst yfir strax á 4. mínútu leiksins með marki frá Marcus Antonsson. Þannig stóðu leikar allt þar til á 64. mínútu þegar að Samuel Adegbenro, jafnaði leikinn fyrir Norrköping með marki eftir stoðsendingu frá Ísaki Bergmanni.
Sigurmark leiksins kom hins vegar á 79. mínútu og það skoraði Ísak Bergmann og hann tryggði Norrköping um leið þrjú stig í góðum endurkomusigri.
Norrköping er eftir leikinn í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 4 stig eftir þrjá leiki.
Sigurmarkið sem Ísak skoraði má sjá hér að neðan.
Målen från gårdagens 2-1-seger!
64’ 1-1 ⚽️Samuel 🅰️ Jóhannesson
79’ 2-1 ⚽️Jóhannesson⚪️🔵#ifknorrköping pic.twitter.com/3FTFBHfzGO
— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) April 26, 2021