FC Bayern hefur klárað samkomulag við Julian Nagelsmann um að taka við félaginu í sumar, þýska blaðið Bild segir frá þessu.
Hansi Flick hefur óskað eftir því að hætta sem þjálfari Bayern í sumar, hann er líklega að taka við þýska landsliðinu.
Bayern þarf að greiða RB Leipzig til að losa Julian Nagelsmann undan samningi þar. Sagt er að Leipzig vilji um 30 milljónir evra fyrir hann.
Nagelsmann er 33 ára gamall en hann er talinn einn allra efnilegasti þjálfari í heimi. Nagelsmann var áður þjálfari Hoffenheim en tók við Leipzig árið 2019.
Bayern er með sjö stiga forskot á Leipzig á toppnum í Þýskalandi þegar þrjár umferðir eru eftir.