Aston Villa og West Brom, mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en leikið var á heimavelli Aston Villa, Villa Park.
Anwar El Ghazi, kom Aston Villa yfir í leiknum á 9. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 23. mínútu þegar að Matheus Pereira, jafnaði leikinn fyrir West Brom með marki úr vítaspyrnu.
Það var síðan Mbaye Diagne, sem kom yfir með marki á 47. mínútu.
Þegar allt virtist stefna í sterkan útisigur West Brom, jafnaði Keinan Davis, leikinn fyrir Aston Villa.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-2 jafntefli. Aston Villa er eftir leikinn í 11. sæti með 45 stig. West Brom er í 19. sæti með 25 stig, níu stigum frá öruggu sæti í deildinni.