Inter Milan tók á móti Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Inter en leikið var á heimavelli liðsins, Giuseppe Meazza.
Eina mark leiksins skoraði Matteo Darmian eftir stoðsendingu frá Achraf Hakimi á 76. mínútu.
Á sama tíma gerði Juventus 1-1 jafntefli við Fiorentina.
Inter Milan er í kjörstöðu til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta skipti síðan tímabilið 2009-2010.
Inter situr í 1. sæti deildarinnar með 79 stig, þrettán stigum meira en Juventus sem situr í 2. sæti deildarinnar og AC Milan sem situr í 3. sæti en á þó leik til góða.
Inter á fimm leiki eftir í deildinni.