Ajax tók á móti AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri Ajax en leikið var á heimavelli liðsins, Johann Cruijff Arena.
Albert Guðmundsson, var í byrjunarliði AZ Alkmaar og spilaði í 73 mínútur í dag.
Ajax komst yfir í leiknum á 66. mínútu með marki frá Davy Klaasen eftir stoðsendingu frá Dusan Tadic.
Klaasen var síðan aftur á ferðinni er hann innsiglaði 2-0 sigur Ajax með marki á 90. mínútu.
Ajax er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 76 stig. AZ Alkmaar situr í 3. sæti með 61 stig.