fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Segir Tottenham vera búið að gera samkomulag við næsta stjóra félagsins – Starfar hjá öðru félagi á þessari stundu

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 08:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, hefur trú á því að Daniel Levy, framkvæmdastjóri félagsins, sé nú þegar búinn að ná samkomulagi við þann aðila sem verður næsti knattspyrnustjóri félagsins.

José Mourinho, var á dögunum rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu eftir erfið úrslit á tímabilinu.

Redknapp þekkir vel til Levy og hann telur að nýr knattspyrnustjóri muni taka við félaginu stuttu eftir að núverandi tímabili lýkur.

„Þeir hljóta að vera búnir að setja sig í samband við næsta knattspyrnustjóra félagsins, þannig vinna þeir. Það er ekki möguleiki á því að þeir séu ekki búnir að því,“ sagði Redknapp við Talksport.

Hann telur að knattspyrnustjórinn sem um ræðir sé að ljúka tímabilinu hjá öðru félagi en að hann sé búinn að gera samkomulag við Tottenham.

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri RB Leipzig, hefur verið orðaður við starfið. Þá hafa nöfn Steven Gerrard, knattspyrnustjóra Rangers og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City, einnig borið á góma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi