fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hvað verður um Messi? – Liggur ekkert á að skrifa undir

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 17:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænska miðlinum Marca liggur Lionel Messi ekkert á að skrifa undir nýjan samning við Barcelona. Hann vill þá fá að vita hvort að liðið ætli sér að sækja Neymar eða Sergio Aguero í sumar. Einnig kemur fram að einbeiting Messi sé aðallega á því að vinna La Liga með liðinu í vor.

Messi samþykkti síðasta sumar að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barca eftir orðróma um það að hann væri á leið til Pep Guardiola í Manchester City. Samningur hans rennur þó út nú í sumar.

Talið er að Messi hafi verið ánægður með forsetaskiptin hjá Barca en Joan Laporta tók við af Josep Maria Bartomeu nýlega. Að því sögðu þá hefur leikmaðurinn hins vegar ekki enn skrifað undir nýjan samning.

Talið er að katalónska stórveldið muni bjóða leikmanninum samning til þriggja ára. Messi virðist þó ansi rólegur yfir því að skrifa undir og segir Marca að hann geti glaður beðið með það.

Messi á að hafa snætt kvöldverð með Laporta nýverið þar sem sá síðarnefndi tjáði honum það að hann myndi gera allt í sínu valdi til að sannfæra leikmanninn um að vera áfram.

Talið er að Barca muni eiga erfitt með að bjóða Messi jafngóðan samning og hann er með núna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Óvissa er með hversi slæm fjárhagsstaðan er eins og er svo félagið veit ekki enn hvað það getur boðið argentíska snillingnum.

Messi sjálfur er sagður vera einbeittur á að vinna La Liga með Barca. Hann vill bíða með samningaviðræður.

Þá á Messi að vera afar spenntur fyrir því að fá Neymar, leikmann PSG, aftur til félagsins sem og landa sinn, Sergio Aguero, frá Manchester City.

Messi mun gera sitt besta til að vinna La Liga með Barcelona í vor. Á sama tíma er þó enginn vafi á því að hann mun fylgjast náið með gangi máli á bakvið tjöldin til þess að sjá hvort framtíð hans liggi hjá Barca eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Í gær

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina