fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mbappe í stuði er PSG fór á toppinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 16:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er komið á toppinn í Ligue 1 eftir 1-3 sigur gegn Metz í leik sem er nýlokið.

Kylian Mbappe kom PSG yfir strax á 4.mínútu eftir flotta stungusendingu Ander Herrera.

Heimamenn í Metz jöfnuðu strax í upphafi seinni hálfleiks. Þar var að verki Fabien Centonze, eftir frábæra sendingu frá Farid Boulaya. Centonze var einmitt á lista FourFourTwo yfir tíu bestu hægri bakverði í fótboltanum í dag. Listinn birtist hér á 433 fyrr í dag.

Mbappe kom PSG þó aftur yfir um stundarfjórðungi síðar áður en Mauro Icardi innsiglaði svo sigur PSG með víti í lok leiks.

PSG er nú, sem fyrr segir, á toppi deildarinnar. Þeir eru með tveggja stiga forskot á Lille sem er í öðru sæti og á leik til góða. Monaco og Lyon eru svo 4 og 5 stigum á eftir PSG. Þau eiga einnig leik til góða á höfuðborgarliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina