fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hætt við æfingaleik vegna ósættis? – ,,Erum hættir við þennan leik, spilum ekki við ykkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Breiðablik ætluðu að mætast í æfingaleik í gær. Allt kom þó fyrir ekki. Ástæðan er talin vera sú að Stjörnumenn hafi verið ósáttir með það að Blikar hafi viljað ræða við Sölva Snæ Guðbjargarson, leikmann þeirra fyrrnefndu.

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr.Football í gær. Reglurnar á Íslandi eru þannig að þegar leikmenn eiga 6 mánuði eða minna eftir af samning er öðrum liðum heimilt að ræða við þá varðandi hugsanleg félagaskipti að samningi loknum.

,,Breiðablik lét Stjörnuna vita að þeir ætluðu að ræða við Sölva Snæ Guðbjargarson, tengdason Rúnars Páls (Sigmundssonar), þjálfara Stjörnunnar,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Þetta á að hafa farið illa í menn í Garðabænum.

,,Það fór ekki betur en svo í silfurskeiðarbatteríið að þeir bara ‘erum hættir við þennan leik, spilum ekki við ykkur’, bætti Kristján við.

Sem fyrr segir þá varð ekkert úr þessum æfingaleik. Pepsi Max-deild karla hefst um næstu helgi. Stjarnan tekur á móti Leikni Reykjavík og Blikar taka á móti KR í stórleik.

Þennan þátt Dr.Football má hlusta á í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“