fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Þetta er ástæðan fyrir mjög óvæntri uppsögn hans í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 09:30

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United sagði starfi sínu lausu í gær, málið vakti mikla athygli en Woodward sagði upp skömmu áður en Manchester United gekk úr Ofurdeildinni.

Ensk blöð fjalla um uppsögn Woodward sem mun láta af störfum á næstu mánuðum, Woodward taldi sig ekki geta annað en látið af störfum eftir að ljóst var að ekkert yrði að Ofurdeildinni.

Woodward vann áður fyrir JP Morgan bankann sem ætlaði að fjármagna Ofurdeildina sem tólf stórlið í Evrópu höfðu stofnað. Deildin var stofnuð á sunnudag en í gær hættu sex ensk félög við þátttöku, líklegast er að ekkert verði að deildinni. Woodward var lykilmaður í því að stofna deildina.

Mikil mótstaða við deildinni á Englandi fékk ensk félög til að skipta um skoðun. Woodward hafði áður ákveðið að hætta í sumar en steig skrefið í gær til að axla ábyrgð á þessum mistökum.

Woodward telur mistökin að fara í Ofurdeildina þau stærstu á sínum ferli. Woodward hringdi í Joel Glazer eiganda félagsins og lét hann vita að hann ætlaði að hætta. Glazer reyndi að tala hann af því, Woodward hefur skapað mikla fjármuni fyrir Glazer fjölskylduna.

Woodward er sagður ósáttur með það að Ole Gunnar Solskjær hafi þurft að svara fyrir Ofurdeildina á meðan eigendur félagsins voru í felum. Woodward er sagður með mikið samviskubit vegna málsins.

Woodward telur að skaðinn sé skeður og að hann geti ekki unnið sér inn traust hjá stuðningsmönnum félagsins, var það lítið áður en Ofurdeildin fór í fréttirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Í gær

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Í gær

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu