fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Þetta er ástæðan fyrir mjög óvæntri uppsögn hans í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 09:30

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United sagði starfi sínu lausu í gær, málið vakti mikla athygli en Woodward sagði upp skömmu áður en Manchester United gekk úr Ofurdeildinni.

Ensk blöð fjalla um uppsögn Woodward sem mun láta af störfum á næstu mánuðum, Woodward taldi sig ekki geta annað en látið af störfum eftir að ljóst var að ekkert yrði að Ofurdeildinni.

Woodward vann áður fyrir JP Morgan bankann sem ætlaði að fjármagna Ofurdeildina sem tólf stórlið í Evrópu höfðu stofnað. Deildin var stofnuð á sunnudag en í gær hættu sex ensk félög við þátttöku, líklegast er að ekkert verði að deildinni. Woodward var lykilmaður í því að stofna deildina.

Mikil mótstaða við deildinni á Englandi fékk ensk félög til að skipta um skoðun. Woodward hafði áður ákveðið að hætta í sumar en steig skrefið í gær til að axla ábyrgð á þessum mistökum.

Woodward telur mistökin að fara í Ofurdeildina þau stærstu á sínum ferli. Woodward hringdi í Joel Glazer eiganda félagsins og lét hann vita að hann ætlaði að hætta. Glazer reyndi að tala hann af því, Woodward hefur skapað mikla fjármuni fyrir Glazer fjölskylduna.

Woodward er sagður ósáttur með það að Ole Gunnar Solskjær hafi þurft að svara fyrir Ofurdeildina á meðan eigendur félagsins voru í felum. Woodward er sagður með mikið samviskubit vegna málsins.

Woodward telur að skaðinn sé skeður og að hann geti ekki unnið sér inn traust hjá stuðningsmönnum félagsins, var það lítið áður en Ofurdeildin fór í fréttirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum