fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Forsetinn mætti með boxhanskana og lét í sér heyra – „Hráka framan í andlitið á öllum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 14:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksander Ceferin forseti UEFA mætti með boxhanskana á fréttamannafund sinn í dag til að mótmæla stofnun Ofurdeildarinnar. Segja má að knattpsyrnuheimurinn nötri vegna tíðinda gærdagsins.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Ljóst er að stofnun deildarinnar og ef hún fer í loftið verður gríðarlegt högg fyrir UEFA sem myndi missa út sín stærstu félög í Meistaradeildinni. Ceferin er sérstaklega óhress emð forráðamenn Manchester United og Juventus, hann talar um snáka og lygara.

„Ég hef séð margt á minni lífsleið sem lögfræðingur í sakamálum, ég hef aldrei séð svona fólk,“ segir Ceferin sem er sjálfur nokkuð umdeildur í sínu tsarfi.

„Ef ég byrja á Ed Woodward (Stjórnarformanni Manchester United), þá hringdi hann í mig á fimmtudag og sagðist vera mjög ánægður með öll okkar plön og að hann myndi styðja þau. Hann vildi ræða málin en hafði þá skrifað undir hitt,“ sagði Ceferin.

Hann er svo mest ósáttur með Andrea Agnelli stjórnarformann Juventus, þeir eru miklir vinir og er Ceferin guðfaðir stelpu sem Agnelli á.

„Agnelli eru mestu vonbrigðin af þessu öllu, ég hef aldrei séð neinn ljúga svona oft. Þetta er ótrúlegt.“

„Hlutirnir breytast, Juventus var í næst efstu deild á Ítalíu. Manchester United fyrir Sir Alex Ferguson, hvar var félagið þá? Aston Villa var einu sinni stórt félag, af hverju eru þau að búa þetta til? Þeim er ekki rétt stjórnað.“

Ceferin hefur svo hótað leikmönnum þessara félaga. „Þeir sem taka þátt í þessari deild munu ekki spila á EM eða HM. Við munum refsa þeim. UEFA og fótboltinn þarf að standa saman gegn þessu hræðilega verkefni. Þarna eru nokkur gráðug félög, þetta er hráka framan í andlitið á öllum þeim sem elska fótboltann og okkar samfélag. Þeir taka ekki fótboltann frá okkur.“

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni