fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Harðorð yfirlýsing úr Laugardalnum – Styðja að hörðum refsingum verði beitt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ mótmælir Ofurdeildinni sem setja á í loftið harkalega í yfirlýsingu sem birt var á vef félagsins í dag. Þar segist KSÍ styðja þær refsingar sem teknar verði upp ef deildin fer í loftið.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

„KSÍ tekur skýra afstöðu gegn stofnun nokkurra af ríkustu knattspyrnufélögum í Evrópu á “ofurdeild” og lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun þessara félaga,“ segir á vef KSÍ.

KSÍ segir að samstaða sé eitt sterkasta vopn fótboltans. „Samstaða og samheldni eru sterkustu gildi knattspyrnuhreyfingarinnar. Þessi gildi ná til knattspyrnusambanda og knattspyrnufélaga um alla álfuna og ákvörðun þessara félaga brýtur gegn þeim gildum. Það er óásættanlegt.“

Því hefur verið hóta að lið sem taka þátt í Ofurdeildinni fái ekki að keppa í landsdeildunum og að leikmenn þeirra félaga fái ekki að spila fyrir landslið síns. „Það er von KSÍ að þessi félög sjái að sér og dragi fyrirætlanir sínar til baka, en ef ekki þá mun KSÍ styðja hverja þá ákvörðun um viðurlög eða refsingu sem tekin verður á sameiginlegum vettvangi knattspyrnuhreyfingarinnar“

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“

Þorsteinn eftir tapið: ,,Vorum ekki nógu góð til að klára þennan leik“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“