fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Endalok Zlatan? – Mögulega á leið í þriggja ára bann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic gæti þurft að setja skó sína á hilluna á næstunni ef FIFA mun krefjast þess að hann verði dæmdur í leikbann. Sænskir miðlar segja að Zlatan gæti átt yfir höfði sér þriggja ára leikbann.

Zlatan braut reglur FIFA þegar hann snéri aftur í sænska landsliðið, ástæðan er sú að Zlatan er hluthafi í veðmálafyrirtækinu Bethard. Zlatan snéri aftur í sænska landsliðið í síðasta mánuði en hann hafði ekki leikið fyrir Svíþjóð í sex ár, hann vill taka þátt í Evrópumótinu í sumar. Zlatan verður fertugur á þessu ári.

„Við höfum ekki rætt málið við Zlatan,“ sagði Håkan Sjöstrand hjá sænska knattspyrnusambandinu.

Samkvæmt reglum FIFA má sá sem tekur þátt í keppnum hjá knattspyrnusambandinu ekki hafa neinn fjárhagslegan ávinning í gegnum veðmálafyrirtæki.

Bethard hefur staðfest að Zlatan eigi hlut í fyrirtækinu en hann hefur verið andlit veðbankans eftir að hann gerðist hluthafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Í gær

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik