fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 19:15

Maddisonn (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir leikmenn Leicester City sem voru gripnir glóðvolgir eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að mæta í partý í húsnæði eins leikmannsins, eiga von á köldum móttökum frá liðsfélögum sínum er þeir snúa aftur til æfinga á morgun.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir James Maddison, Ayoze Perez og Hamza Choudhoury en samkvæmt heimildum DailyMail, gætir mikillar óánægju með hegðun leikmannanna innan leikmannahóps Leicester City sem er í harðri baráttu um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá var Harvey Barnes einnig í partýinu en hann er frá vegna meiðsla og mætir ekki til æfinga.

Leikmennirnir voru ekki í leikmannahóp Leicester í leiknum gegn West Ham um síðustu helgi sem endaði með tapi.

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, sakaði leikmennina um vanvirðingu gagnvart bresku þjóðinni og bannaði leikmönnunum að mæta á æfingu í síðustu viku eftir að hafa frétt af atvikinu.

Það sem fór mest í taugarnar á liðsfélögum leikmannanna var tímapunktur þessarar hegðunar. Leicester er í harðri baráttu um laust sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og liðið vill alls ekki endurtaka leikinn frá síðasta tímabili þar sem markmiðið um sæti í Meistaradeildinni, náðist ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig